Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir uppskeruhátíð á Stokkseyri
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Afgreiðslufundur- og nefnd byggingarfulltrúa nr. 73
1. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Heilbrigðiseftirlit Suðurland biður um umsögn vegna starfsleyfisumsóknar Péturs M. Guðmundssonar f.h. hönd Brimróts Co op félagasamtaka vegna uppskeruhátíðar sem fyrirhugað er að halda á Stokkseyri 4. og 5. september nk. Hátíðin verður í húsnæði félagsins í félagsheimilinu Gimli og á opnu svæði í miðju Stokkseyrar.
Svar

Gimli er að Hafnargötu 1, Stokkseyri, skráð notkun er bókasafn en breytt notkun var samþykkt árið 2011 í almenningsþjónustu (Félagssheimili og félagsmiðstöð).

Byggingarfulltrúi staðfestir að áformuð afnot af húsnæðinu eru í samræmi við samþykkta notkun þess og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.