Beiðni um kaup á lóðinni Fossnes 5B.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 13
12. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Beiðni frá Guðmundi Tyrfingssyni ehf. þar sem óskað var eftir því að bæjarráð endurskoði afgreiðslu á erindi fyrirtækisins. Vísaði fyrirtækið til sambærilegrar afgreiðslu þar sem sveitarfélagið seldi öðru fyrirtæki lóðarspildu í nágrenninu.
Bæjarráð samþykkti á fundi þann 19. maí sl. að selja Guðmundi Tyrfingssyni umrædda lóð á markaðsverði.
Lagt fram verðmat, dags. 10. september sl., vegna lóðarinnar Fossnes 5b.
Svar

Til að fá sem skýrasta mynd af raunverulegu markaðsvirði lóðarinnar sbr. bókun bæjarráðs, dags. 19. maí sl., þar sem fram kemur að sveitarfélagið sé tilbúið að selja lóðina á markaðsvirði, óskar bæjarráð eftir að fengið verði annað verðmat til samanburðar. Bæjarstjóra er falið að óska eftir öðru óháðu verðmati á lóðinni Fossnesi 5B, þar sem m.a. er tekið tillit til framtíðardeiliskipulags á svæðinu, sem nú er í burðarliðnum.