Fyrirspurn um breytingu á skipulagi - Móstekkur 14-16
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 80
3. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Í gildandi deiliskipulagi íbúðabyggðar í landi Bjarkar (gildistaka 14.6.2019), hefur komið í ljós að misræmi er milli þeirra upplýsinga sem fram koma á uppdrætti og þess sem getið er í greinargerð deiliskipulags. Lóðin Móstekkur 14-16 á Selfossi er skilgreind samkvæmt gildandi skipulagi sem F1 með tveimur byggingarreitum, sem báðir eru ætlaðir fyrir tveggja hæða byggingar þar sem heimild er fyrir 6 íbúðum á stærri reitnum en 2 íbúðum á minni reitnum. Bílastæði á uppdrætti eru sýnd 16 stk. Í greinargerð með deiliskipulaginu kafli 5.5.1., er reitur F1 skilgreindur sem fjórbýlishús á tveimur hæðum og að í hverju fjórbýlishúsi séu fjórar íbúðir. Uppgefið nýtingarhlutfall lóðar er skilgreint 0,45. Lóðarhafi og hönnuður leggja fram tillögu að 2 hæða byggingu sem nær yfir báða byggingarreiti núgildandi skipulags, og óska eftir að skipulagi verði breytt til samræmis við þá tillögu og að lóðin verði skilgreind sem F2. Nýtingarhlutfall lóðar fer í 0,52 og 19 bílastæði á lóð.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að umsókn um óverulega breytingu á á deiliskipulagi verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.