Fyrirspurn um fjölgun íbúða - Björkurstekkur 24-32
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 viku síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 81
17. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Umrædd fyrirspurn var áður tekin fyrir og hafnað á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 11. ágúst 2021.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd stendur við fyrri ákvörðun og hafnar beiðni um fjölgun íbúða. Með deiliskipulagsbreytingu sem tók gildi með birtingu í b- deild stjórnartíðinda þann 1. júlí 2021 var heimild til fjölgunar- og eða fækkunar íbúða felld úr skipulagi.