Drög - reglur um lækkun og niðurfellingu dráttarvaxta á fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 120
22. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. júlí. Alþingi samþykkti í vor breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. Var sveitarfélögum þar veitt heimild til þess að lækka eða fella niður dráttarvexti á fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar var hvatt til þess að Samband íslenskra sveitarfélaga myndi útbúa fyrirmynd fyrir sveitarfélög til að styðjast við ef áhugi væri fyrir sameiginlegum reglum.
Drög Sambands íslenskra sveitarfélaga að reglum um lækkun og niðurfellingu dráttarvaxta af fasteignaskatti.
Svar

Bæjarráð felur fjármálasviði og stjórnsýslusviði að yfirfara drögin og leggja fyrir bæjarráð tillögur að reglum um lækkun og niðurfellingu dráttarvaxta af fasteignaskatti.