Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2021
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 109
25. mars, 2021
Annað
‹ 4
5
Fyrirspurn
29. fundur haldinn 9. mars.
Svar

Afgreiðslur bæjarráðs á liðum fundargerðar:
1.Umsögn um deiliskipulagsbreytingu að Þykkvaflöt 3-9 á Eyrarbakka vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
2. Umsögn um byggingaráform á lóðinni Eyrargötu 16c á Eyrarbakka vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
3. Grenndarstöðvar eru tilbúnar til uppsetningar og verða settar upp í vor. Samráð verður haft við hverfisráðin um staðsetningar.
4. Verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka - Verkefnið hefur tekið meiri tíma en til stóð vegna Covid 19 en er nú á lokametrunum. Kynningarfundur verður haldin í fjarfundi næstkomandi mánudagskvöld klukkan 20:00. Stefnt er að því að senda tillöguna til afgreiðslu hjá mennta- og menningarmálaráðherra í framhaldinu.
5. Merkingar húsa - málinu hefur verið visað til úrvinnslu í frístunda- og menningarnefnd og er í vinnslu þar.
6. Byggingarlóðir á Eyrarbakka - Gert er ráð fyrir nýju íbúahverfi fyrir par- og raðhús í framhaldi af götunni Hjalladæl til vesturs, norðan við byggð á vestanverðri Túngötu. Þar er gert ráð fyrir 38 íbúðum. Stefnt er að framkvæmdum við gatnagerð síðar á árinu.
7. Upplýsingaskilti við barnaskólann - vísað til úrvinnslu í frístunda- og menningarnefnd. Bæjarráð hvetur til þess að málið verði unnið í góðu samráði við skólayfirvöld og skólaráð BES. Bæjarráð óskar eftir því við Fjölskyldusvið að huga að undirbúningi 170 ára afmælis skólans sem verður á næsta ári.
8. Umferðaröryggismál - þessum þáttum er vísað til skoðunar í skipulags- og byggingarnefnd