Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2021
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 viku síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 81
17. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á fundi sínum þann 4. nóvember 2021, vísaði bæjarráð liðum 8 og 9 úr fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka til skipulags- og byggingarnefndar.
Svar

Liður 8. Skipulags- og byggingarnefnd þakkar hverfisráði fyrir brýninguna um að vandað verði til verka þegar byggt verður á lóðunum. Tillaga að Verndarsvæði í byggð fyrir Eyrarbakka mun taka gildi von bráðar og mun skipulags- og byggingarnefnd taka mið af þeirri tillögu í framtíðinni varðandi uppbyggingu á Eyrarbakka.

Liður 9. Um er að ræða umsögn vegna byggingaráforma á lóðinni Eyrargata 21. Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir umsögnina og vísar henni til afgreiðslu grenndarkynningar sem lögð verður fyrir næsta fund nefndarinnar.