Deiliskipulag íbúðarkjarna - Nauthagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 119
8. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 72. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 30. júní, liður 3. Deiliskipulag íbúðarkjarna - Nauthagi.
Um er að ræða deiliskipulag vegna nýrrar lóðar við Nauthaga 2 á Selfossi. Markmið deiliskipulagsins var að byggja upp íbúðar- og þjónustukjarna með 6-9 íbúðum vegna sértækra búsetuskilyrða sem Bergrisinn bs. mun standa að.
Lýsing deiliskipulagstillögu hafði verið kynnt og umsagnir borist.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123.
Svar

Bæjarráð samþykkir að tillaga að deiliskipulagi í Nauthaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.