Umferðaröryggisáætlun Árborgar 2021-2025
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 41
1. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 80. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 3. nóvember, liður 15. Umferðaröryggisáætlun Árborgar 2021-2025
Lögð var fram Umferðaröryggisáætlun Árborgar 2021-2025, unnin af Eflu Verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd fagnar framkominni umferðaröryggisáætlun sem nú var unnin í fyrsta skipti heildstæð fyrir allt sveitarfélagið. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti áætlunina fyrir sitt leiti og lagði til við bæjarstjórn að áætlunin yrði samþykkt.
Svar

Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.