Kosning í embætti og nefndir 2020 - 2022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 37
9. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs.
1. Kosning forseta til eins árs. 2. Kosning 1. varaforseta til eins árs. 3. Kosning 2. varaforseta til eins árs. 4. Kosning tveggja skrifara til eins árs. 5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs.
Svar

1. Kosning forseta til eins árs
Lagt er til að Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, verði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.

2. Kosning 1. varaforseta til eins árs
Lagt er til að Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, verði kosin 1. varaforseti til eins árs.

3. Kosning 2. varaforseta til eins árs
Lagt er til að Tómas Ellert Tómasson, M-lista, verði kosinn 2. varaforseti til eins árs.

4. Kosning tveggja skrifara til eins árs
Lagt er til að Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, verði kosnir skrifarar til eins árs.

5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs
Lagt er til að Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, verði kosin varaskrifarar til eins árs.

Tillögurnar eru bornar undir atkvæði og samþykktar með 7 atkvæðum. 2 bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.