Tillaga að deiliskipulagi
Heiðarbrún 6
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 46
4. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 91. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 23. mars sl. liður 3.- Tillaga að deiliskipulagi - Heiðarbrún 6-6b
Kjartan Sigurbjartsson Pro-Ark Teiknistofu, lagði fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Heiðarbrún 6, L165659, á Stokkseyri. Deiliskipulagstillagan gerði ráð fyrir að lóðin Heiðarbrún 6, sem er 852m2 að stærð yrði parhúsalóð (6-6a), og að heimilt yrði að byggja parhús með stakstæðum eða sambyggðum bílskúr. Húsin yrðu á einni hæð með risi. Hámarksvegghæð allt að 3,5m og mænishæð allt að 6,5m. Nýtingarhlutfall allt að 0,5.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna til auglýsingar fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.