Tillaga að deiliskipulagi
Heiðarbrún 6
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 3
27. júlí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fyrir skipulags- og byggingarnefnd deiliskipulagstillaga, að lokinni auglýsingu í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagaslaga nr.123/2010. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að lóðin Heiðarbrún 6, sem er 852m2 að stærð verði parhúsalóð (6-6a), og að heimilt verði að byggja parhús með stakstæðum eða sambyggðum bílskúr. Húsin verði á einni hæð með risi. Hámarksvegghæð allt að 3,5m og mænishæð allt að 6,5m. Nýtingarhlutfall allt að 0,5. Tillagan var auglýst í Lögbirtingarblaði, Fréttablaðinu og Dagskránni 13. apríl 2022, með fresti til athugasemda 25.5.2022. Athugasemdir hafa borist. Athugasemdir varða skerðingu á útsýni og áhyggjur af skuggavarpi nýs húss gagnvart næstu lóð.
Svar

Borist hafa ítarlegri gögn sam skýra m.a. skuggvarp af nýrri byggingu.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að þær athugasemdir sem borist hafi, séu ekki þess eðlis að með byggingu parhúss á loðinni Heiðarbrún 6-6b sé gengið á rétt nágranna vegna skerðingar á útsýni eða annars. Lagður hefur verið fram uppdráttur sem sýnir áhrif skuggavarps á húsið Heiðarbrún 8, og er ekki að sjá að þar myndist skerðing vegna skuggavarps.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er skipulagsfulltrúa falið að senda skipulagstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 42 gr. skipulagslaga nr.123/2010, og auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar einnig í samræmi við 41.gr. sömu laga.