Aðalskipulagsbreyting í landi Jórvíkur og Bjarkar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 13
19. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 21. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. júní sl., liður 10. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt. Leitað verður umsagnar hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerð, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Mannvirkja- og umhverfissviði Sveitarfélagsins Árborgar.
Svar

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista vék af fundi við afgreiðslu málsins og Viktor Stefán Pálsson, varamaður, S-lista, tók sæti í hennar stað.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar D-lista voru á móti.

Arna Ír tók að nýju sæti á fundinum.