Drög að nýrri samþykkt fyrir öldungaráð Sveitarfélagsins Árborgar og kosning í öldungaráð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 13
19. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 7. fundi félagsmálanefndar frá 4. júní sl., liður 5. Félagsmálanefnd samþykkir nýja samþykkt fyrir öldungaráð Árborgar og óskar eftir því að bæjarstjórn skipi í ráðið á næsta fundi þess. Þá felur nefndin Guðlaugu Jónu, deildarstjóra stoð- og stuðningsþjónustu, að óska eftir fulltrúum frá öðrum aðilum líkt og kveðið er á um í samþykktinni þegar hún hefur fengið staðfestingu hjá bæjarstjórn.
Svar

Lagt er til við bæjarstjórn að ný samþykkt fyrir öldungaráð Sveitarfélagsins Árborgar verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði í öldungaráði Árborgar:
Aðalmenn:
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, formaður
Arna Ír Gunnarsdóttir
Brynhildur Jónsdóttir

Varamaður:
Eggert Valur Guðmundsson.

Tillagan var borin undur atkvæði og samþykkt samhljóða.