Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Árbakka
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 40
20. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga af 79. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 20. október, liður 4. Tillaga að deiliskipulagi Árbakka.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Árbakka var samþykkt í bæjarstjórn Árborgar þann 28. apríl 2021. Í kjölfarið var tillagan send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í erindi Skipulagsstofnunar dags. 12. ágúst 2021 voru gerðar athugasemdir við tillöguna og að sveitarfélagið birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulags- og byggingarnefnd fór yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar. Athugasemdir snúa m.a. að samræmi við aðalskipulag, viðbrögð við umsögnum umsagnaraðila og samræmi við aðliggjandi deiliskipulagstillögu fyrir Austurveg 65. Brugðist hafði verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar og yfirlit yfir þær og viðbrögð voru sett fram í skjalinu "Viðbrögð við athugasemdum Skipulagsstofnunar" dags. 19. október 2021. Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að leiðrétt tillaga ásamt fylgiskjölum yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar að nýju í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.