Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Árbakka
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 35
28. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 64. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 24. mars, liður 14. Tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu Árbakka.
Lögð voru fram skipulagsgögn þar sem búið var að taka tillit til umsagna sem bárust. Tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir Árbakka var auglýst þann 19. ágúst 2020, með athugasemdafresti til og með 30. september 2020. Einnig voru tillögurnar senda til umsagnar lögbundinna umsagnaraðila. Alls bárust 2 athugasemdir og 7 umsagnir við tillögurnar. Gerðar hafa verið óverulegar breytingar á tillögunum í samræmi við innsendar athugasemdir og umsagnir. Yfirlit yfir innsendar umsagnir og athugasemdir og viðbrögð við þeim verða sendar þeim sem athugasemdir gerðu. Varðandi athugasemd við tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem barst eftir að athugasemdafrestur rann út, verður því vísað til heildarendurskoðunar aðalskipulags sem nú stendur yfir, þar sem verður tekið tillit til þeirrar athugasemdar.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillaga að aðalskipulagsbreytingu yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagsbreytingu yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum