Menningarsalurinn í Hótel Selfoss
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 12
6. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 3. fundi frístunda- og menningarnefndar, frá 20. september, liður 4. Menningarsalurinn í Hótel Selfoss. Nefndin mælist til með að bæjarráð stofni vinnuhóp um Menningarsalinn.
Svar

Bæjarráð samþykkir að endurskipa starfshópinn en leggur til að breyta málsheitinu í “Menningarsalur Suðurlands" eins og hann er skráður í skjalakerfi sveitarfélagsins. Hópinn skipa eftirtaldir aðilar Kjartan Björnsson, Guðbjörg Jónsdóttir og Ellý Tómasdóttir. Með hópnum starfa sérfræðingar af mannvirkja- og umhverfissviði, af fjölskyldusviði ásamt bæjarstjóra/bæjarritara.
Markmið hópsins er að taka stöðu á verkefninu, semja um aukið fjármagn frá ríkinu og setja upp áætlun um fjármögnun og hefja samtal við hagsmunaaðila.
Bæjarstjóra falið að gera erindisbréf fyrir hópinn þar sem fram koma markmið og tímarammi.