Menningarsalurinn í Hótel Selfoss
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 133
9. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 41. fundi bæjarstjórnar frá 1. desember, liður 1. Menningarsalurinn í Hótel Selfoss Tillaga af 51. fundi eigna- og veitunefndar, frá 13. október. Menningarsalurinn í Hótel Selfoss.
Ari Guðmundsson frá Verkís kynnti frumhönnunarskýrslu Menningarsalar Suðurlands á Selfossi og vinnu starfshóp um Menningarsalinn.
Nefndin þakkaði starfshópnum fyrir afar vel unnin störf og vísaði ákvörðunartöku um áframhald verkefnisins til bæjarstjórnar.
Kjartan Björnsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista taka til máls.
Forseti lagði fram tillögu um að bæjarráði yrði farlið að skipa starfshóp sem verði falið að stýra samningaviðræðum og áframhaldandi vinnu.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Svar

Bæjarráð leggur til að starfshóp um samningaviðræður og undirbúning fram að fullnaðarhönnun skipi Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir, bæjarritari, Atli Marel Vokes, sviðsstjóri, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar og Ari Guðmundsson frá Verkís. Lokatillögum verði skilað til bæjarstjórnar eigi síðar en í lok mars.