Erindisbréf - Skipulag hverfisráða og þátttökulýðræðis í Árborg.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 38
18. ágúst, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á 105. fundi bæjarráðs var samþykkt að óska eftir að fulltrúar í hverfisráðum sætu áfram á meðan samþykktir hverfisráða væru endurskoðaðar. Á 110. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela RR ráðgjöf vinnu við endurskoðunina á grundvelli verkefnistillögu þeirra. Markmið verkefnisins RR ráðgjafar var að meta hvort núverandi umgjörð og framkvæmd hverfisráða væru til þess fallin að ná markmiðum bæjarstjórnar og leggja fram tillögur til úrbóta eftir þörfum. Á vormánuðum voru haldnar þrennar vinnustofur með fulltrúum hverfisráða og bæjarfulltrúum og var þeim stýrt af RR ráðgjöf. Niðurstöður þessarar vinnu og tillögur RR ráðgjafar bárust þann 16. júní og eru lagðar hér fram.
Forseti leggur til að bæjarstjóra og bæjarritara verði falið að vinna, í samráði við bæjarfulltrúa, áfram að tillögugerð á grundvelli niðurstaðna RR ráðgjafar. Þar til þeirri vinnu er lokið óskar bæjarstjórn eftir að núverandi meðlimir í hverfisráðum sitji áfram. Skipaðir verði nýjir fulltrúar í stað þeirra sem óska eftir að ljúka störfum.
Svar

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Gunnar Egilsson, D-lista taka til máls.

Forseti leggur til að tillagan verði samþykkt þó þannig að síðasta lína verði felld út, þar sem segir að skipaðir verði nýjir fulltrúar í stað þeirra sem óska eftir að ljúka störfum.

Tillagan með þeim breytingum er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.