Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 60
23. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Bæjarmálasamþykkt sveitarfélagsins lögð fram til umræðu.
Svar

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar lögð fram til umræðu.

Meirihluti bæjarráðs lagði fram eftirfarandi bókun:
Að gefnu tilefni vilja undirrituð minna á 30. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Svf. Árborgar. Þar segir meðal annars. „Bæjarráðsfundir skulu vera haldnir fyrir luktum dyrum og er óheimilt að greina frá ummælum einstakra fundarmanna á fundum.“
Í leiðbeiningum frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga kemur fram að almenna viðmiðunin sé að þátttakendur á lokuðum fundum eigi rétt á því að ummæli þeirra séu ekki birt eða að það sé ekki vitnað opinberlega í þau nema með þeirra samþykki.
Birting slíkra ummæla sem þjónar ekki málefnalegum tilgangi hefur neikvæð áhrif á umræður og samstarf innan bæjarstjórnar. Mikilvægt er að trúnaður milli kjörinna fulltrúa sé virtur og fundarmenn sýni hver öðrum tillitssemi og virðingu í allri umræðu er varða málefni sveitarfélagsins.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista