Úthlutun úr húsafriðunarsjóði 2018- tillögur að verndarsvæði í byggð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 60
23. janúar, 2020
Annað
Svar

Svanhildur Gunnlaugsdóttir og Oddur Hermannsson frá Landform komu inn á fundinn og fóru yfir stöðu verkefnisins verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka. Verkefnið fór af stað haustið 2016 og liggur nú húsakönnun fyrir en enn á eftir að klára vinnu við fornleifaskráninguna sem er umfangsmikil. Sjálf tillagan að verndarsvæði í byggð er langt komin. Stefnt er á að halda íbúafund seinnipartinn í mars.
Ljóst er að mv. það umfang, breytingar og tafir sem orðið hafa á verkefninu að þá reynist upphaflegt fjármagn ekki duga til að ljúka verkefninu. Bæjarráð óskar eftir því við Minjastofnun að stofnunin endurskoði og bæti við það fjármagn sem hún hefur þegar lagt til. Verkefnið er nú að fá hliðstæða fjármögnun og miklu minni verkefni úti á landsbyggðinni.
Bæjarráð skipar Gísla Halldór Halldórsson bæjarstjóra í starfshópinn í stað Ástu Stefánsdóttur.