Kaup Vegagerðar á landi vegna Suðurlandsvegar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Bæjarráð nr. 148
5. maí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lagt er fram til kynningar/samþykktar samningur við Vegagerðina með áorðnum breytingum. Samningurinn var kynntur Vegagerðinni eftir afgreiðslu málsins hjá bæjarstjórn 16. mars sl. og í tilefni af fyrirvara bæjarstjórnar við samninginn var gerður viðbóta fyrirvara af hálfu Vegagerðarinnar.
Svar

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við fyrirvara Vegagerðarinnar og felur bæjarstjóra að ganga frá samningum og undirrita fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar.