Fyrirspurn
      
        Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 9. ágúst 2021, varðandi starfsreglur svæðisskipulagsnefndar og samkomulag sveitarfélaganna um svæðisskipulag. Óskað er eftir tilnefningu tveggja varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins en bréfið var sent umhverfis- og skipulagssviði til meðferðar, dags.  18. ágúst 2021.  Einnig eru lögð fram drög að nýju samkomulagi sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, ódags., og nýjar starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 6. september 2021.