Fyrirspurn
      
        Lagt fram erindi Icelandair dags. 23. ágúst 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar vegna lóðarinnar nr. 50 við Nauthólveg. Í breytingunni felst að þriggja hæða skrifstofuhluti er hækkaður í fjórar hæðir, einnig að komið verði fyrir lyftuhúsum allt að tveimur metrum upp úr þaki, samkvæmt uppdrætti T.ark dags. 12. september 2011. Einnig er lagt  fram samþykki meðlóðarhafa ódags. og samþykki Isavia dags. 28. júní 2011.