Breyting á lögreglusamþykkt, síðari umræða
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1755
11. nóvember, 2015
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð BÆJH frá 5.nóv. sl. Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætti til fundarins. Til afgreiðslu hvort gera skuli breytingar á lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi breyting verði gerð á lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað: 1. ml.3. mgr. 20. gr. hljóði svo: "Bannað er að leggja ökutæki á gangstéttum, snúningshausum í botngötum, opnum svæðum, óbyggðum lóðum og stígum."
Svar

Rósa Guðbjartsdóttir víkur af fundi í sæti hennar kemur Kristín María Thoroddsen, kl. 19:58.


Kristinn Andersen tekur til máls. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 186996 → skrá.is
Hnitnúmer: 10070038