Breytingar í rekstri fyrirtækja og stofnana Hafnarfjarðarbæjar, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3400
12. febrúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram skrifleg fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna.
Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja fram eftirfarandi skriflega fyrirspurn um breytingar í rekstri fyrirtækja og stofnana Hafnarfjarðarbæjar.
Hafa á undanförnum vikum eða mánuðum verið gerðar einhverjar breytingar á t.d. starfskjörum einstakra hópa starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar, almennar breytingar á fyrirkomulagi vinnutíma (s.s.vaktafyrirkomulagi) í stofnunum sem tilheyra sveitarfélaginu, á framkvæmd innkaupa eða öðru sem telja má til almennra breytinga á verklagi og/eða daglegri framkvæmd í rekstri og stjórnun sveitarfélagsins?
Ef já, hverjar hafa þær verið, á grundvelli hvaða ákvarðana bæjarstjórnar/bæjarráðs hefur verið ráðist í þær og hvenær og hvernig hefur bæjarstjóri sinnt upplýsingaskyldu sinni um framkvæmd þeirra gagnvart bæjarstjórn eða eftir atvikum bæjarráði?
Óskað er skriflegs svars á næsta fundi bæjarráðs.
Svar

Lagt fram.